Reiði á Sel­tjarnar­nesi vegna launa bæjar­stjóra: „Er ég einn um að finnast þetta galið?“

Laun Þórs Sigur­geirs­sonar, bæjar­stjóra Sel­tjarnar­nes hafa vakið mikla at­hygli, en eld­heitar um­ræður hafa skapast um málið á sam­fé­lags­miðlum.

Ráðning Þórs var stað­fest á bæjar­stjórnar­fundi í gær og telja full­trúar minni­hlutans að laun Þórs upp á 1.833.333 krónur á mánuði, auk bíla­styrks upp á 63.500 krónur og þóknun fyrir setu í bæjar­stjórn sem gera launin að 2.177.241 krónu allt of há. Frétta­blaðið greindi frá þessu.

Á face­book-hópnum Í­búar á Sel­tjarnar­nesi veltir einn íbúi fyrir sér laununum og segir þau galin.
„Sá þessa um­ræðu á Twitter. Hvernig má þetta vera? Eitt minnsta bæjar­fé­lagið að greiða með því hærra til bæjar­stjóra. Er ég einn um að finnast þetta galið?“

Hann birtir skjá­skot af um­ræðunni á Twitter þar sem einn notandi bendir á að hver íbúi borgar 4700 kr. á ári fyrir laun bæjar­stjórans

„Hann fær 383 kr frá hverjum íbúa sveitar­fé­lagsins á mánuði. Það er al­gjör­lega truflað! Hver íbúi er að greiða 4700 kr á ári fyrir bæjar­stjórann. Það er eins og DBE væri með 51 milljón í mánaðar­laun.“

Fleiri fréttir