Rang­lega bendlaður við morðið á Ólafs­firði: „Ég fæ þessa hnífs­tungu og enda­laust drasl í bakið“

Maður að nafni Kristinn Kristins­son hefur rang­lega verið bendlaður við morðið á manni á Ólafs­firði að undan­förnu, en hann greinir frá þessu í samtali við DV.

„Ég er sak­laus. Þetta er búið að vera stans­laust hel­vítis á­reiti með á­rásum á mig síðan ég fór suður til að sækja vin­konu mína,“ segir Kristinn, en hann og eigin­kona hins látna eru góðir vinir.

Tvær konur og einn karl­maður eru í gæslu­varð­haldi vegna rann­sóknar á málinu. Hinn látni hefur verið nafn­greindur í fjöl­miðlum, en hann hét Tómas Wa­ag­fjörð og var hann á fimm­tugs­aldri.

Eins og kemur fram í frétt DV birti Tómas mynd­band þar sem hann segir að fyrr­nefndur Kristinn hafi hótað sér líf­láti og jafn­framt hótað að myrða son hans. Mynd­bandið fór á mikla dreifingu á sam­fé­lags­miðlum og hafa margir á­ætlað að Kristinn hafi verið sá sem stakk Tómas til bana. Sann­leikurinn er hins vegar sá að Kristinn var ekki við­staddur þegar Tómas lét lífið.

Kristinn segir að lög­fræðingurinn hans hafi bannað sér að tjá sig um málið, en hann hafi ein­fald­lega þurft að segja eitt­hvað eftir að hann hafi verið rang­lega bendlaður við voða­verkið. Hann hefur þá aldrei verið hand­tekinn vegna málsins.

Hægt er að lesa grein DV hér.

Fleiri fréttir