Ragnheiður kenndi Hollywood-leikkonu magnað ráð: „Hún sagði: „Ég ætla að byrja að gera svona”

Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikkona og fyrrverandi sunddrotting, hefur náð langt í leiklistinni. Fer hún núna með hlutverk í þáttunum vinsælu Vikings. Ragnheiður, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, greindi frá ráði sem hún notaði til að ná langt í þættinum Fram og til baka á Rás 2.

Til að ná markmiðum sínum skrifaði hún markmið sín niður í litlar bækur auk þess að stofna nýtt netfang þaðan sem hún sendi tölvupósta á sjálfa sig með ítarlegum markmiðum. Þar sagði meðal annars að að hún ætlaði sér að leika drottningu sem væri góð í að berjast.

Eftir að markmiðin náðust sat hún á kaffihúsi með meðleikkonu sinni, Hollywood-leikkonunni Katheryn Winnick. Þar sagði Ragga henni frá hvað hún væri að skrifa. Hún trúði Röggu ekki fyrst, en sannfærðist svo þegar Ragga sýndi henni póstana. „Hún sagði: „Ég ætla að byrja að gera svona.”