Ragnar Þór fletti aðalnámskrá grunnskólanna og sá að eitt orð kemur aldrei fyrir þar

Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, birti athyglisverða færslu á Facebook-síðu sinni um helgina.

Ragnar Þór segist hafa flett aðalnámskrá grunnskólanna og talið hversu oft ákveðin orð koma þar fyrir. Athygli vekur að eitt mikilvægasta orðið, þegar kemur að mannlegum samskiptum, er þar hvergi að finna.

Færsla Ragnars er svona:

Til umhugsunar:

„Agi“ kemur fram á tuttugu og níu stöðum í aðalnámskrá grunnskóla.

„Námsmat“ kemur fram á nítján stöðum.

„Gleði“ á sex.

„Hamingja“ á einum stað.

„Heiðarleiki“ hvergi.“

Ragnar Þór bætir svo við í athugasemd að fleiri orð koma aldrei við sögu og nefnir til dæmis samhyggð, samúð, skemmtilegt, gaman og leikur.