Pétur Jóhann með Covid-19

Auðunn Blöndal og félagar í FM95BLÖ greindu frá því fyrr í dag að grínistinn og skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon væri smitaður af kórónaveirunni Covid-19.

Auðunn tilkynnti veikindi Péturs með því að segja að „einn frægasti Íslendingurinn væri kominn með Covid.“

„Þetta er góður vinur okkar og hefur ekki komið í neinum fjölmiðlum þannig þetta eru breaking news,“ sagði Auðunn í þættinum með Steinda og Agli Einarssyni.

Félagarnir ákváðu að hringja í Pétur þar sem hann lýsti því að hann hafi vaknað veikur aðfaranótt föstudags og áttaði sig fljótt á því að hann væri smitaður. Hann sagði í stuttu máli að síðasta vika hafi verið „viðbjóður.“

Aðspurður hvort hann væri búinn að missa lyktar- og bragðskyn sagði Pétur svo vera. Hann gæti til dæmis ekki fundið eigin prumpulykt. „Ég get skitið endalaust og setið bara á klósettinu í átján mínútur og ég finn ekki neitt.“

Þá grínaðist hann með að fjölskylda hans væru að koma með mat sem væri við það að renna út þar sem hann fyndi hvort eð er ekkert bragð af neinu. „Ég er bara að éta mat sem er nánast útrunninn,“ sagði Pétur.

Þáttinn í heild sinni og frétt Vísis um málið má sjá hér.