Pétri sagt „að rotna í hel­víti“ fyrir að vera mættur aftur á Face­book

T ón­listar­maðurinn Pétur Örn Guð­munds­son rauf þögnina í dag og birti færslu á Face­book en lítið hefur til hans sést á sam­fé­lagmiðlum eftir að söng­konan Elísa­bet Ormslev steig fram í við­tali við Frétta­blaðið og sagði frá sam­bandi sínu við Pétur.

Elísa­bet nefnir aldrei Pétur á nafn en sam­kvæmt DV.is var aug­ljóst að um hann væri að ræða. Hljóm­sveitirnar Buff og Dúndur­fréttir sem Pétur Örn var með­limur í slitu síðan sam­starfi sínu við hann.

Pétur hefur látið lítið fyrir sig fara á sam­fé­lags­miðlum síðan þá en segir í frétt DV að hann þakkaði til að mynda fyrir af­mælis­kveðjur frá vinum sínum. Þetta þótti ein­hverjum vera of mikil við­vera á netinu og hefur ó­geðs­skila­boðum ringt yfir Pétur.

Hann birti skjá­skot af nokkrum skila­boðunum á Face­book. Í þeim er honum sagt að „rotna í hel­víti og að hann eigi ekki aftur­kvæmt í sam­fé­lagið.

„Djöfull geturðu verið sið­blindur ó­geðs­legt þú skalt ekki voga þér að reyna koma þér aftur í sam­fé­lagið þú skalt rotna í kjallara­holunni þinni einn og yfir­gefinn ég vor­kenni kettinum þínum að þú skulir vera eig­andi hans það er greini­legt að þú getir ekki fengið þér hjálp og það sést þannig rotnaðu í hel­víti.“

Pétur segir að þetta hafi verið skila­boðin sem hann fær fyrir að reyna að stíga aftur inn í sam­fé­lagið.

Hann spyr síðan hvort það sé svona sem líf þeirra út­skúfuðu eigi virki­lega að vera?

„Eftir mjög erfiða tíma hef ég hætt mér hægt og bítandi út úr skelinni minni á sam­fé­lags­miðlum og þá fæ ég þetta sent. Á líf hins út­skúfaða virki­lega að vera svona?“