Páll Óskar dásamar Verbúðinni: „Takk fyrir að útskýra fyrir mér kvótakerfið"

Páll Óskar er með eindæmum hrifinn af nýju íslensku þáttaröðinni Verbúðin, ef marka má nýlega færslu hans á Facebook. Hann segist venjulega ekki horfa mikið á línulega dagskrá.

„Nú er ég að fara að horfa á sjónvarpið næstu 7 sunnudagskvöld. Það er ljóst," segir Páll.

Páll beinir síðan orðum sínum beint að þeim sem standa að baki þáttunum. „Takk fyrir að útskýra fyrir mér kvótakerfið," segir hann.

„Ekki bragðgóð hugmynd, en þegar hún er matreidd af meistarakokkum í hverju horni þá er hver munnbiti algert lostæti. Takk fyrir að segja sögu sem þjóðin þarf og verður að spegla sig í. Harður og erfiður spegill já - en hjartnæm flassbökk með hárréttum mjólkurfernum og gluggatjöldum auðvelda þessa sjálfsskoðun."

Að lokum segist Páll hlakka til að fylgjast með.