„Pabbi var mjög með­vitaður um þetta“

Heið­rún Finns­dóttir, dóttir Finns Einars­sonar sem lést í vél­hjóla­slysi á­samt konu sinni, Jóhönnu Sig­ríði Sigurðar­dóttur, á Kjalar­nesi í sumar, segir að faðir hennar hafi haft miklar á­hyggjur af lé­legu mal­biki á vegum landsins.

Heið­rún var gestur Kast­ljóssins í gær­kvöldi þar sem hún ræddi slysið. Eins og greint hefur verið frá myndaðist fljúgandi hálka á veginum sem hafði verið mablikaður skömmu fyrir slysið. Í ljós kom að galli var í mal­bikinu með þeim af­leiðingum að vegurinn varð mun hálli en kröfur segja til um. Í skýrslu sem Vega­gerðin birti í síðustu viku stóðst mal­bikið hvorki kröfur um hol­rýmd né við­nám.

Heið­rún segir að faðir hennar hafi haft á­hyggjur af lé­legu mal­biki á vegum landsins.

„Pabbi var mjög með­vitaður um þetta. Þetta var eitt­hvað sem hann hafði bölvað í sand og ösku, og hann lá ekkert á skoðunum sínum um mal­bik og vegi. En hann var mjög með­vitaður um þetta,“ sagði Heið­rún í við­talinu en Jóhanna Sig­ríður var stjúp­móðir hennar. Þau voru 54 og 53 ára þegar þau létust og í blóma lífsins.

Í við­talinu lýsti Heið­rún ó­á­nægju sinni með frá­gang Vega­gerðarinnar og verk­taka hennar í sumar.

„Það ætti öllum að vera ljóst að þarna er stór­hættu­legt mal­bik á ferðinni því það er spegil­slétt. Bílarnir sem stoppuðu í stutta stund tóku tjöruna með sér þegar þeir fóru af stað. Þetta átti ekkert að fara fram hjá svona reynslu­boltum,“ sagði hún meðal annars.

Hér má sjá umfjöllun Kastljóssins í gærkvöldi.