Orð dagsins: Ellen reið – „Ekki í lagi [...] Hlýtur að vera glæp­sam­legt“

29. mars 2020
15:59
Fréttir & pistlar

Orð dagsins á söng­konan Ellen Kristjáns­dóttir sem er einn okkar fremsti lista­maður. Ellen birti orð dagsins á Face­book-síðu sinni en þau eru svo­hljóðandi:

„Það er ekki í lagi. Það hlýtur að vera glæp­sam­legt nú á þessum erfiðu tímum að banka­stjóri sem vinnur fyrir ríkið skuli vera með ofur­laun? Sigurður Ingi ráð­herra segir að færri og færri muni verða ríkir.

Er maður ekki ríkur ef að maður fær 3.650.000kr á mánuði( án hlunninda)? Það eru árs­laun þeirra lægst launuðu.

Birna Einars­dóttir banka­stjóri Ís­lands­banka fær í árs­laun 43.800.000 kr. fyrir utan hlunnindi. Svipaða sögu er að segja um banka­stjóra Lands­bankans.

Ég skora á stjórn­völd að lækka þessi fá­rán­legu laun ríkis­starfs­manna þeirra og koma til móts við hjúkrunar­fræðinga í launa­málum þeirra. Sér­stak­lega núna.“