Öndum rétt á erfiðum tímum

Nú er tíminn til að slaka á og anda betur, svo og að næra sálina undir leið­sögn eins færasta og virtasta jóga­kennara landsins, Auðar Bjarna­dóttur, en hún byrjar með nýja þátta­röð á sjón­varps­stöðinni Hring­braut í kvöld klukkan 21:30.

Í þáttunum, sem eru 15 mínútur að lengd, miðlar Auður reynslu sinni á sviði mann­ræktar – og talar beint til á­horf­enda heima í stofu sem lík­lega þurfa meira á því að halda en nokkru sinni að staldra við og horfa inn á við.

Sjálf hefur Auður stundað and­lega í­hugun um ára­bil – og vakið verð­skuldaða at­hygli fyrir leið­sögn sína á því sviði. Hún á og rekur Jóga­setrið í Skip­holti þar sem hún, á­samt sam­kennurum sínum, býður upp á fjölda jóga­nám­skeiða.

Hún út­skrifaðist sem Kundalini jóga­kennari árið 2005 í Nýju Mexíkó og er einnig með kennara­réttindi í Yoga Nodra og Yoga Therapíu. Þá út­skrifaðist hún sem dá­leiðslu­tæknir haustið 2010 frá The International School of Clinic Hypnosis.