Ómótstæðilega humarsúpan sem sælkerarnir elska

Flest okkur þekkjum við það vel að vera stundum í tímaskorti þegar kemur að eldamennskunni og samt langar okkur í eitthvað ómótstæðilega ljúffengt sem kitlar bragðlaukana. Verslunin Bónus er komin með fjölbreytt úrval af tilbúnum réttum og meðal annars glæsilega og fjölbreytta súpulínu. „Þegar við þurfum eitthvað fljótlegt og þægilegt sem hægt er að framreiða á skömmum tíma á girnilegan máta til tilvalið að kippa pakka úr súpulínu Bónus. Ég prófaði humarsúpuna á dögunum í þættinum mínum Matur og Heimili og hún var algjört lostæti, þessa munu allir sælkera elska.“

Hægt er að gera humarsúpuna að sinni með því að blanda í hana sínu uppáhalds sjávarfangi og bera hana fram á aðlaðandi máta. „Ég bæti við humarsúpuna mínu uppáhalds sjávarfangi, skelfléttum humri frá Norðanfiski sem ég léttsteikti á pönnu áður enn hann var framreiddur með súpunni.“ Allt viðbótar hráefnið fæst líka í Bónus svo hægt er að klára innkaupin þar og framreiða sælkera humarsúpu sem bráðnar í munni á augabragði. Í súpuna er líka hægt að setja rækjur eða annað sjávarfang, hver og einn getur valið sitt uppáhalds og gert súpuna að sinni.

Hægt er að fylgjast með Sjöfn Þórðar framreiða súpuna hér Matur & Heimili

M&H Humarsúpan framreidd.jpg

Hægt er að vera með humarsúpuna sem aðalrétt og einnig sem sælkeraforrétt, ómótstæðileg ljúffeng humarsúpa hittir ávallt í mark.

Sælkera humarsúpa frá Bónus með skelfléttum humri

Fyrir 3-4

1 kg Humarsúpa frá Bónus, tilbúin til upphitunar

300-400 g skelfléttur humar frá Norðanfiski, afþýðið fyrir eldun

1 búnt fersk steinselja, söxuð

2-3 litlir hvítlaukar saxaðir

Íslenskt smjör til steikingar

1 peli rjómi, þeyttur

Byrjið á því að setja súpuna í pott og hitið við miðlungs hita. Þerrið humarinn fyrir steikingu. Hitið smjör á pönnu á miðlungs hita, saxið hvítlaukinn og 1/3 af steinseljubúntinum og steikjið síðan á pönnunni upp úr smjörinu. Þegar hvítlaukurinn er orðinn mjúkur er vert að bæta við humrinum og létt steikja upp úr smjörblöndunni með hvítlauknum og steinseljunni. Þegar súpan hefur náð góðum hita og humarinn er tilbúinn til framreiðslu er humrinum skipt á milli í 3 til 4 skálar, vel hægt að miða við 100 g á mann af humri, síðan er súpunni ausað yfir og súpan toppuð með slettu af þeyttum rjóma og skreytt með ferskri steinselju sem eftir er í búntinu. Berið fram á fallegan máta og upplagt að vera með volgar súrdeigsbrauðbollur með. Til að mynda eru til mjög góðar súrdeigsbollur frá Hatting í frystinum hjá Bónus.

*Allt hráefnið fæst í Bónus