Ólafur F. rifjar upp gamalt ljóð um Dag: „Lýsir ó­­heill­indum Dags. B. sem blasa við öllum þessa dagana“

Ólafur Frið­rik Magnús­­son, fyrr­verandi borgar­­stjóri, ber nú­verandi borgar­­stjóra Reykja­víkur Degi B. Eggerts­syni söguna ekki vel og rifjar upp á Face­book gamalt ljóð sem

„Auð­­trúa - ljóð mitt frá 11. desember 2016 - lýsir ó­­heilindum Dags B. sem blasa við öllum þessa dagana,“ skrifar Ólafur á Face­book.

Ljóðið er síðan svona:

Ef veikist þú vott­orði skila átt,
varla er neitt bogið við það.
Þú mátt þín samt lítils og megnar fátt,
ef mann­orð er troðið í svað.

Á­hlaup með vott­orð að vopni skal gert,
varnir þú hefur fáar.
Van­hæfur sagður og vit­­laus þú sért
og vits­muna­frumurnar smáar.

Það var svo árið tvö þúsund tólf,
að tryllings­­leg lög­­sókn var gerð.
Sást þó hvergi í sigð né kólf
og síst í Dag­­seggsins sverð.

En ég er á lífi enn í dag
og ei mun sá dagur líða,
án þess ég auki minn yndis­hag.
Að ó­­vinum setur kvíða.