Öfgar koma með til­lögur að laga­breytingum: „Barna­níðingar þurfi að vera merktir og mega ekki nota tölvur eða snjall­síma“

Bar­áttu­hópurinn Öfgar deilir hljóð­broti úr nýja hlað­varps­þætti sínum Út í Öfgar á Twitter í dag. Þar er velt upp ýmsum hug­myndum um hvernig væri hægt að gera laga­breytingar til að taka harðar á kyn­ferðis­brota­málum og barna­níðingum.

Með færslunni skrifa Öfgar: „Hvernig væri að breyta lögunum og hafa mark­vissari dóma? Eins og að barna­íðingar þurfi að vera merktir svo al­menningur viti af þeim? Finnist barna­níðs­efni máttu ekki nota tölvur aftur. Hvað dettur ykkur í hug?“

Þá er hægt að hlusta á hljóð­brot úr þættinum þar sem hug­myndunum er velt upp en þar kemur meðal annars fram að í Bret­landi er barna­níðingum bannað að nota tölvur.

„Þú greini­lega getur ekki notað inter­netið lil­le ven,“ heyrist í hljóð­brotinu sem hægt er að hlusta á hér að neðan.

Hægt er að hlusta á hlað­varps­þáttinn í heild sinnihér.

Fleiri fréttir