Nýjungar fyrir grænkera á Dominos

Veganú­ar mánuðurinn er brost­inn á með öll­um sín­um dásamlegu veg­annýj­ung­um og nú hef­ur Dom­in­os bætt matseðil sinn og er með þrenns kon­ar meðlæti á mat­seðlin­um sem er veg­an, þar af tvennt nýtt grænkerum til mikillar gleði. Þá ber fyrst að nefna klassísku góðu brauðstang­irn­ar sem núna hafa verið baðaðar í sterkri cajunkryddol­íu, vin­sæla kanil­gottið sem hefur slegið í gegn er nú bakað úr létta deig­inu en þar er notuð kani­lol­ía í stað kanils­mjörs. Að lokum eru það kart­öflu­bát­arn­ir sem eru og hafa ávallt verið veg­an.

Eins og fram kemur í máli Helgu Thors markaðsstjóra Dominos á mbl.is er þetta forsmekk­ur­inn að veganúr­vali á Veganú­ar og verður úr­valið aukið hægt og ró­lega út janú­ar. Einnig segir hún að þess megi jafn­framt geta að píts­an Vegas er veg­an­pítsa en hún kom á mat­seðil í fyrra og var unn­in með veg­an­rýni­hópi Dom­in­os. Helga segir að það sé ekki hægt að segja að grænker­ar séu stór hóp­ur viðskipta­vina hjá Dom­in­os, en hann fari stöðugt stækkandi, auk þess sem Vegas hef­ur verið vin­sæl hjá græn­met­isæt­um og öðrum sem huga að heils­unni almennt. Það sé því afar ánægju­legt að geta boðið upp á breiðara vöru­úr­val fyr­ir þann hóp.