Ný vegan smjördeigsbolla hefur litið dagsins ljós í IKEA

Fjölmargir taka forskot á bolludagssæluna og bakaríið í IKEA býður uppá nýbakaðar bollur á alla daga fram yfir bolludaginn sem nálgast óðfluga. Aðspurður segir Jón Ingi Einarsson veitingastjóri IKEA að fastar hefðir og siðir hafi mótast hjá þeim í tengslum við bolludaginn. „Það eru ákveðnir þættir við bollugerðina sem við höldum fast í, við til dæmis sjóðum upp okkar eigið vatnsdeig. Við gerum alltaf sígildu bollurnar en komum líka með nýjar tegundir á hverju ári.“

M&H Ikea Sælkerabollur_2.jpg

Sælkerabollurnar í IKEA er hver öðrum gómsætari. Ljósmyndir/aðsendar.

Sænskar semlur með marsipan- og rjómafyllingu toppaðar með flórsykri

Í bakaríinu er að finna úrval að ljúffengum bollum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Við erum með sígildu bollurnar, bæði með ekta súkkulaði og súkkulaði- og karamelluglassúr. Svo erum við með úrval af sælkerabollum sem eru alltaf mjög vinsælar. Núna bjóðum við einnig upp á aukategundir um helgar og má þar nefna semlur, sem eru sænskar gerdeigsbollur með marsipan- og rjómafyllingu og flórsykri ofan á.“

M&H Ikea Veganbolla og Semla_1.jpg

Veganbollan og Semlan eru mikið augnakonfekt.

Veganbollur fyrir þá vandlátu

Það er líka komið til móts við þá sem eru vegan og er um nýja bollutegund að ræða. „Þetta árið gerðum við smjördeigsbollu sem er vegan og hún er fáanleg um helgar, og svo auðvitað á bolludaginn sjálfan.“ Veganbollur hljóta vaxandi vinsælda og það má með sanni segja að bæði sælkerar og grænkerar geti glaðst yfir þessari nýju viðbót hjá IKEA.

Hægt að panta sínar uppáhalds bollur fyrir hópinn sinn

Einnig er gaman að segja frá því að viðskiptavinir sem kaupa 30 bollur eða fleiri geta pantað bollurnar fyrirfram til að tryggja skjóta og góða þjónustu, og ekki síður til að fá örugglega sínar uppáhaldstegundir á bolludaginn. Þá þarf að fylla út pöntunarform og senda bókunina til IKEA í tíma.

M&H _ Sælkerabollur_3.jpg

Sælkerabollurnar eru hver annarri gómsætari.

M&H Vatnsdeigsbollur_1.jpg

Vatnsdeigsbollur slá ávallt í gegn, einfaldar og góðar.