Nú getur þú keypt eitt krútt­legasta ein­býlis­hús landsins – 46 fer­metrar

20. október 2020
16:30
Fréttir & pistlar

Eitt krútt­legasta ein­býlis­hús landsins – og þótt víðar væri leitað – er nú til sölu. Húsið sem um ræðir er að­eins 46,2 fer­metrar og kostar það 25,5 milljónir.

Það er fast­eigna­salan ALLT fast­eignir sem selur húsið sem er í Voga­gerði í Vogum. Í lýsingu fast­eigna­sölunnar segir að húsið sé ein­stak­lega skemmti­legt og huggu­legt og auk þess á barn­vænum og vin­sælum stað í Vogunum.

Eins og gefur að skilja eru ekki mörg her­bergi í húsinu og raunar að­eins eitt svefn­her­bergi með á­gætu skápa­plássi. Húsið var byggt árið 1944. Með­fylgjandi eru myndir af þessu skemmti­lega húsi. Hér má nálgast nánari upplýsingar.