Net­verjar gera stólpa­grín að fram­burði Kára: „Rass­moto­vic Swis­s­tomasz“

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, var gestur í hlað­varpinu Chess After Dark á dögunum.

Þættirnir hafa vakið mikla at­hygli fyrir líf­leg sam­töl og enda um­ræðurnar oft á tíðum í fjöl­miðla. Þegar Kári kom hins vegar í heim­sókn fyrir fjórum dögum síðan stóð eitt hins vegar upp úr þegar þátta­stjórn­endur skildu ekki orð af því sem Kári var að segja.

Mynd­bands­klippa úr þættinum hefur nú farið eins og eldur um sinu á netinu og velta margir fyrir sér hvað í ó­sköpunum Kári er að segja?

„Þetta er ekki leikið. Þetta er fyndnasta video dagsins í dag,“ skrifaði handboltastjarnan Logi Geirsson er myndbandið fór á skrið fyrir fjórum dögum síðan.