Netverjar bauna á Gunnar Nelson: „Vóóó“

Hundruð notenda Twitter gagnrýna bardagakappann Gunnar Nelson harðlega fyrir að taka þátt í myndbandsgerð með Hafþóri Júlíusi Björnssyni. Í myndbandinu, sem sjá má hér, taka þeir UFC-glímu. Netverjar gagnrýna tímasetninguna í ljósi annarrar bylgju #MeToo-byltingarinnar hér á landi sem hófst í kjölfar máls Sölva Tryggvasonar. Stefið í byltingunni er að kynbundið ofbeldi eigi að hafa afleiðingar fyrir gerendur og að þolendum eigi að vera trúað.

Fyrir fjórum árum sagði Thelma Björk Steimann, barnsmóðir Hafþórs Júlíusar, í viðtali við Fréttablaðið að hann hefði beitt sig kynbundnu ofbeldi, með fylgdu hrottalegar lýsingar. Hafþór hafnaði ásökununum með öllu.

Árni nokkur beindi spjótum sínum að Gunnari á Twitter og sagði: „Sæll @gunninelson, nú eru tugir þúsunda búin að horfa á myndband sem þú birtir á facebook síðunni þinni í gær þar sem þú glímir við mann sem sakaður hefur verið um mjög alvarlegt ofbeldi annarsvegar gegn barnsmóður og fyrrverandi maka.“ Rifjar hann svo upp frásögnina.

„Nú hefur vissulega ekki komið fram opinberlega hvar þessi mál eru staðsett í réttarkerfinu, fyrir utan þá staðreynd að þau voru kærð til lögreglu á sínum tíma…,“ segir Árni og bætir við: „EN hefðiru kannski ekki átt að staldra aaaaaaðeins við, og endurhugsa þessa birtingu með tilliti til tíðaranda í ljósi þess sem er í gangi í þjóðfélaginu undanfarnar vikur?“

Færsla Árna hefur fengið mikil viðbrögð. Hildur Lillendahl segir meðal annars: Vóóó þráður“ og „Uuuu ojbara? Viltu ekki lesa þennan þráð og drífa svo í að hætta við þetta og biðjast afsökunar?“

Gunnar hefur ekki brugðist við færslunum um málið enn sem komið er.