Netheimar loga eftir að Hulda spurði Sjálfstæðismenn: „Þú verður brenndur á báli“

Ó­hætt er að segja að sál­fræðingurinn Hulda Tölgyes hafi hleypt illu blóði í Sjálf­stæðis­menn á Twitter í með tísti sínum um það hverjir kjósa flokkinn.

„Úr hvaða helli kemur fólk sem kýs Sjálf­stæðis­flokkinn?“ spurði hún.

Ekki stóð á svörum frá kjós­endum hans og blandaði Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra sér í um­ræðuna. Hún sagði að hellir Sjálf­stæðis­manna væri „ansi stór og fjöl­breyttur.“

„Fæddur og upp­alinn á Ólafs­firði, sonur ör­yrkja og verka­manns, þurfti ungur að sjá fyrir sjálfum mér og greiða mínar leiðir. Það er nefni­lega líka til bara and­skoti á­gætt fólk sem kýs XD“ svaraði Twitter-notandinn Sveinn Andri.

Hulda spurði hann á móti hvað fengi hann til að kjósa Sjálf­stæðis­flokkinn og svaraði: Stefna þeirra í ýmsum mál­efnun t.d. er snúa að heil­briðis­kerfinu, skatta­málum, stöðug­leika og ein­stak­lings­fram­takinu. Ég er ekki endi­lega 100% sam­mála öllu en þegar ég horfi á heildar­myndina þá tel ég Sjálf­stæðis­flokkin besta kostinn fyrir mig og mína til fram­tíðar.“

„Ég er nú bara alinn upp í Breið­holtinu af ó­menntuðum harð­duglegum for­eldrum sem hafa svo sannar­lega þurft að vinna fyrir hlutunum. Það er svo mikill vilji hjá fólki að taka hlutina úr sam­hengi og byggja upp steríó­týpur á allt,“ svaraði Hrefna Magn­dís.

Jón Helgi Jóns­son spurði á móti Huldu í hvaða helli hún byggi í. „Helli þar sem ég er á móti stétta­skiptingu, fá­tækt og því að tak­marka að­gengi flótta­fólks. Til dæmis. Helli þar sem ríkir vit­neskja um að eina breytan er ekki bara að ,,vera dug­leg” og þá nærðu langt. Helli þar sem fólk hefur ekki jöfn tæki­færi. Sem sagt á Ís­landi,“ sagði hún.

Mis­munandi sýn á kjós­endur Sjálf­stæðis­flokksins

Ljóst var af öðrum svörum við tísti Huldu að þau sem ekki styðja Sjálf­stæðis­flokkinn hafa aðra sýn á það hver kjós­enda­hópur hans er.

„Það eru þrjár tegundir kjósa Sjalla. Þeir sem eiga pening, vilja græða meira og komast hjá því að greiða til sam­neyslunnar. Þeir sem vildu að þeir ættu pening og vonast eftir brauð­molum og þeir setja X við D af sömu sann­færingu og að halda með sama fót­bolta­liði og pabbi þeirra,“ skrifar Egill Harðar.

Aðrir gerðu gys að því hve bók­staf­lega orðum hennar hefði verið tekið. „Mjög opin­berandi og á­huga­vert að verða vitni af hörund­særi D-fólks, og þrá þeirra til að reyna að sanna fyrir fólki að þau séu mennsk og búi ekki raun­veru­lega í helli (..really?!),“ skrifaði Kristjana Fen­ger.

„Tekið mjög al­var­lega og bók­staf­lega“

„Fólk er í sjokki yfir að feminísk, vegan kona sem er um­hugað um um­hverfis­mál og jaðar­hópa fíli ekki Sjálf­stæðis­flokkinn. Jeez,“ tísti Hulda vegna þeirra miklu við­bragða sem hún vakti með spurningu sinni. Í öðru tísi sagði hún að Twitter hafi farið á hliðina og orðum hennar um hellinn verið „tekið mjög al­var­lega og bók­staf­lega“ og sagðist „smá trig­geruð yfir öllu hate-inu.“ Rakel Lúð­víks­dóttir er ekki sam­mála því að Hulda hafi fengið yfir sig „hate“, svör Sjálf­stæðis­fólks hafi þvert á móti verið mál­efna­leg.

Nokkrum klukku­stundum síðar tísti hún aftur um við­brögðin. „Jæja. Er þetta ekki komið gott. Ég hef greini­lega sært sjálf­stæðis­fólk djúpum sárum. Ég ætlaði mér það nú alls ekki.“

Hörður Ágústs­­son fram­­kvæmda­­stjóri Macland greip boltann á lofti og lagði fram sömu spurningu og Hulda. Svörin við tísti hans voru í nokkuð gaman­­samari tón, meðal annars frá Huldu sjálfri. „ÞAÐ MÁ EKKI SEGJA SVONA HÉR. Þú verður brenndur á báli. Þetta er móðgun við mig og alla mína ætt.“

„Nú kýs ég XD þrátt fyrir að koma úr fjöl­skyldu sem lifði á hanag­úllasi með ofna slökkta og skrúfað fyrir heita vatnið. Var mikill vinstri maður þar til ég fèkk bullandi heila­skaða og sá ljósið sem sjalli með prump í rassinum og milljarða í banka­lán til að virðast efnaður. FRELSI“ svaraði Twitter-notandinn gator­adestrákur.