Nauðungarsala á húsi Jónsa í Sigurrós: Skatturinn keyrir málið áfram

Í vikunni var áætlað að fram færi nauðungarsala á glæsilegri fasteign við Fischersund 3 í Reykjavík sem er í eigu tónlistarmannsins Jóns Þórs Birgissonar – betur þekktum sem Jónsa í Sigurrós.

Uppboðið átti að fara fram þann 13. Janúar síðstliðinn en því var hins vegar frestað á síðustu stundu. Það er nú á dagskrá þann 8. febrúar næstkomandi.

Þriggja ára barátta við Skattinn

Það er Skatturinn sem fer fram á nauðungarsölu hússins sem er liður í áralöngu ásökunum yfirvaldsins um meint skattsvik Jónsa og annarra meðlima Sigurrósar. Fjallað hefur verið um skattsvikamál tónlistarmannanna Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar í fjölmiðlum frá því það kom upp árið 2018 þegar fregnir bárust af því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, að kröfu tollstjóra. Varðaði kyrrsetningin eigur þeirra sem metnar voru á tæpar 800 milljónir króna en ástæðan var sögð rannsókn skattrannsóknastjóra á meintum skattalagabrotum

Meðlimir Sigurrósar voru grunaðir ákærðir fyrir stórfelld skattsvik ásamt endurskoðanda hljómsveitarinnar. Meðlimir hljómsveitarinnar, sem eru fjórir talsins, hafa alltaf haldið fram sakleysi sínu og að um afglöp áðurnefnds endurskoðanda hafi verið að ræða. Þeir hafa viðurkennt að lög hafi vissulega verið brotin en þeir hafi þegar brugðist við því með því að greiða upphæðina tilbaka auk sekta og vaxta.

Fór verjandi þeirra fram á að málinu yrði vísað frá þar sem að ekki væri hægt að refsa þeim tvisvar fyrir sama brot.

Málinu var vísað frá í héraðsdómi á sínum tíma en á síðasta ári úrskurðaði Landsréttir að taka ætti málið efnilega fyrir á ný í héraðsdómi sem féll í grýttan jarðveg hjá tónlistarmönnunum.

Í október sendu fjórmenningarnir frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem að þeir sögðu þeir að íslensk skattalöggjöf sé óréttlát, harðneskjuleg og til skammar fyrir Ísland. Málið hefur tekið mikið á og hvöttu þeir stjórnvöld til þess að endurskoða löggjöfina hið snarasta.

Sögðust þeir íhuga að flytja alfarið af landi brott vegna nornaveiða yfirvalda en Jónsi hefur verið búsettur í útlöndum um nokkurt skeið.

Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að ofangreind fasteign væri einnig auglýst til sölu en það byggðist á misskilningi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.