Nafn piltsins sem lést í Garða­bæ í síðustu viku

Út­för unga drengsins sem lést í heima­húsi í Garða­bæ þriðju­daginn 8. septem­ber síðast­liðinn verður gerð frá Vída­líns­kirkju á föstu­dag. Pilturinn hét Maximili­an Helgi Ívars­son og var 11 ára gamall.

Greint er frá þessu í Morgun­blaðinu í dag.

Í til­kynningu sem lög­reglan sendi frá sér vegna málsins í síðustu viku kom fram að ekkert benti til þess að nokkuð sak­næmt hefði átt sér stað.

Bæna­stund var haldin í Vída­líns­kirkju í síðustu viku vegna harm­leiksins.