Mynd dagsins: „Viljum við vampíru í borgarstjórastólinn??“

Mynd dagsins að þessu sinni er af vinsælustu vefsíðu heims, Google, og sýnir hún meintan fæðingardag Einars Þorsteinssonar, oddvita Framsóknarflokksins, í Reykjavík.

Ef nafni hans er slegið upp á Google kemur fram að hann sé fæddur árið 1633 sem ætti að þýða að hann sé á 389. aldursári. Þó að Einar sé eldri en tvívetra er hann ekki svo gamall, eða á 44. aldursári – fæddur á aðfangadag 1978.

Vakin var athygli á þessu á Twitter þar sem spurt var: „Viljum við vampíru í borgarstjórastólinn??“