Mynd dagsins: „Sparnaðar­ráð til betri borgara“

Hall­dór Baldurs­son, skop­mynda­teiknari Frétta­blaðsins, klikkar seint. Í blaði dagsins gerir hann grín að skatta­af­slætti stjórn­valda fyrir þá sem kaupa sem raf­magns­bíla.

Á myndinni sitja tvo efri stéttar hjón að ræða um hvernig þau ætla hafa efni á skíða­ferð.

„Ef við kaupum okkur annan raf­magns­bíl þá ættu niður­greiðslur stjórn­vala og í­vilnanir að duga fyrir skíða­ferð til Saal­bach- Hing­terglemm,“ segir maðurinn en skatta­af­sláttur stjórn­valda fyrir raf­magns­bíla­kaup hafa fengið mikla gagn­rýni að undan­förnu.