Mynd dagsins: Síbrotaörn handsamaður

Mynd dagsins kemur að þessu sinni frá Lögreglunni á Vestfjörðum sem handsömuðu í dag 12 ára gamlan síbrotaörn. Honum var komið fyrir í húsdýragarðinum.

Lögreglan birti þessa skemmtilegu færslu þar sem saga arnarins er rakin á Facebook í dag:

"Þessi 12 ára gamli síbrotafugl var handsamaður dag eftir að hann kom sér í ógöngur, en þetta er í annað skiptið sem, lögreglan hefur afskipti af honum. En áður hefur Lögreglan Vesturlandi haft afskipti af honum þegar hann var grútarblautur og ósjálfbjarga.

Hann fékk lögreglufylgd í húsdýragarðinn þar sem hann fær nú ást og umhyggju.
Við þökkum aðstoðina við að koma honum á leiðarenda.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi."

Þessi 12 ára gamli síbrotafugl var handsamaður dag eftir að hann kom sér í ógöngur, en þetta er í annað skiptið sem,...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Sunday, 8 November 2020