Mynd dagsins: Pontur tæki feðraveldisins til að viðhalda óöryggi kvenna

Mynd dagsins að þessu sinni birti Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, á Twitter-síðu sinni en hún var í hópi fyrirlesara á fundi sem BSRB, BHM og Kennarasamband Íslands stóðu að í gær. Fundurinn var um endurmat á virði kvennastarfa og var hann haldinn á Hilton Reykjavík Nordica.

Myndin sem Sóley birti er af einum af fyrirlesurum fundarins en eins og sjá má náði hún varla upp fyrir ræðupúltið.

„KÞBAVD að stækka. Pontur eru eitt árangursríkasta tæki feðraveldisins til að viðhalda óöryggi og óframfærni kvenna,“ sagði Sóley í færslunni við myndina.

Sóley bætti við að hún hafi eitt sinn látið henda algerlega óaðgengielgri og ónýtri pontu í Tjarnarsal þegar hún var forseti borgarstjórnar.