Mynd dagsins: Lækna-Tómas sýnir „gígantískt langt grýlu­kerti undir Svart­hömrum“

Hjarta­skurð­læknirinn Tómas Guð­bjarts­son, betur þekktur sem Lækna-Tómas, er mikill úti­vistar­maður og fer gjarnan í göngur um ís­lenska náttúru.

Hann birti mynd á face­book síðu sinni í gær þar sem hann sá alveg „gígantískt langt“ grýlu­kerti undir Svart­hömrum.

Myndin er ein­stak­lega fal­leg og sýnir Ís­land í fal­legum vetrar­búning en grýlu­kertið að sögn Tómasar er sex metra langt.