Mynd dagsins: Ísland er ekki í NATO samkvæmt BBC

Mynd dagsins að þessu sinni er tekin af sjónvarpsskjá sem sýnir útsendingu breska ríkisútvarpsins, BBC, af málefnum Rússlands og Úkraínu.

Eins og þeir sem fylgst hafa með fréttum vita bendir margt til þess að Svíþjóð og Finnland gangi inn í Atlantshafsbandalagið, NATO, eftir að Tyrkir lýstu yfir stuðningi við aðild þeirra að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Ísland er á meðal stofnþjóða NATO frá árinu 1949 en eitthvað virðist það hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá sjónvarpsfólki BBC eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Þá er bara að vona að Rússarnir taki landakortið á BBC ekki of alvarlega.