Mynd dagsins: „Fimm börn, engin gang­stétt“

Odd­rún Magnús­dóttir, á mynd dagsins, þar sem hún birtir heldur ó­þægi­lega mynd af fimm börnum að labba á veginum vegna vega­vinnu.

Nú þegar sumarið er gengið í garð fer vega­vinna og fram­kvæmdir í borginni að aukast og hefur mikið verið kvartað yfir því að gangandi þurfi að ganga á götunni.

„Það þarf eitt­hvað að siða þessa verk­taka til,“ skrifar Odd­rún og merkir Reykja­víkur­borg í færslunni.

„Fimm börn, engin gang­stétt,“ bætir hún við.