Mynd dagsins: Davíð Þór og Katrín Jakobs ástfangin á forsíðu Séð og Heyrt

Mynd dagsins að þessu sinni sýnir nokkuð gamla forsíðu af tímaritinu Séð og Heyrt. Eins og kunnugt er hjólaði Davíð Þór af krafti í Katrínu Jakobsdóttur og félaga hennar í VG vegna innflytjendamála sem hafa verið í deiglunni að undanförnu.

Davíð lét býsna stór orð falla á Facebook í gær vegna brottvísana hælisleitenda frá Íslandi. Sagði hann meðal annars að „fasistastjórn VG“ hefði ákveðið að „míga“ á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það er sér­stakur staður í hel­víti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og veg­tyllur,“ sagði hann enn fremur.

Davíð Þór og Katrín voru par fyrir löngu síðan en þau kynntust í Gettu betur þar sem Katrín var stigavörður.

„Og ég átti því láni að fagna að ég náði að heilla hana á móti. Við byrjuðum sam­an sem par og það skrúfaði niður þenn­an lifnað og við fór­um að búa sam­an. Hún heit­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir og er í dag formaður VG,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið árið 2016. Þau voru saman í sjö ár og hættu saman árið 2004.

Þetta hefur verið rifjað upp á Twitter eftir eldræðu Davíðs Þórs í gær.