Mynd dagsins: Bjarni tekur samtalið – Auglýsing í Mogganum vekur athygli

Opnuauglýsing sem birtist í Morgunblaðinu í dag frá Snarrótinni, samtökum um skaðaminnkun og mannréttindi, vekur töluverða athygli.

Á auglýsingunni má sjá tilbúna mynd af Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, við hlið ungs manns bekk á á Austurvelli. Á myndinni stendur svo stórum stöfum: Eigum samtalið. Um er að ræða auglýsingu þar sem hvatt er til afglæpavæðingar neysluskammta fíkniefna.

„Þekking heimsins á vímuefnamálum hefur stóraukist á síðustu áratugum og hafa aðferðir grundvallaðarívísindum og samkennd sýnt mestan árangur. Fólk með vímuefnavanda hefur flest lent í hræðilegum og oft ítrekuðum áföllum eða berst við geðraskanir. Komum fram við okkar veikasta fólk af samkennd og skilningi. Afglæpavæðing neysluskammta er skref í rétta átt,“ segir í auglýsingunni.