Mynd dagsins: Aukin skjálftavirkni í gamla kvikuganginum

Um hundrað lítilla skjálfta hafa mælst suður af Keili síðastliðinn sólarhring og telur Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, sem ræddi við Mbl.is, að gamli kvikugangurinn sé að gera vart við sig.

Hlé hefur verið á gosinu í Geldingadölum frá 18. september en þá var um hálft ár liðið frá upphafi goss.

Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði við RÚV að ekki væri ólíklegt að kvika væri að reyna að brjótast sér leið i gegnum ganginn undir Keili.

Hægt er að sjá skjálftavirknina á Kortasjánni hér fyrir neðan.

Mynd: Kortasjá