Mynd dagsins: „Alltaf jafn kjánalegt!“ – Sérðu hvað vantar?

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og frambjóðandi VG í Reykjavík fyrir komandi kosningar, birti mynd dagsins að þessu sinni á Twitter-síðu sinni í gær.

„Alltaf jafnkjánalegt!,“ segir hann og birtir mynd úr lyftunni á Höfðatorgi í Reykjavík. Eins og glöggir lesendur sjá vantar hæð númer þrettán.

Fjallað var um málið á sínum tíma í fréttum en þá kom fram að hjátrú hafi orðið til þess að engin 13. hæð er á Höfðatorginu. „Það má segja að þetta sé bara ákveðin sérviska og hjátrú […] Við vildum bara ekki vera þarna,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, við Fréttablaðið árið 2013.

Samherji er með skrifstofur á hæðinni fyrir ofan þá tólftu en hæðin er merkt sem fjórtánda hæðin þó hún sé í raun og veru sú þrettánda.