Morgunblaðið leiðrétti framsetningu á göngugatnakönnun: Meira gert úr andstöðu

1. júní 2020
13:37
Fréttir & pistlar

Könnunarfyrirtækið Maskína leið­rétti á fimmtu­dag fram­setn­ingu Morg­un­blaðs­ins á könnun sem fyr­ir­tækið vann fyrir hóp verslunareigenda sem nefnist Mið­bæj­ar­fé­lagið.

Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu var sagt að niðurstöður könnunarinnar sýndu að ­meiri­hlut­i í­búa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins væri á móti því að göngu­götur yrðu allt árið í mið­borg Reykja­víkur til fram­tíð­ar.

Hið rétta er að könnunin bendir til þess að 44,2 pró­sent íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða stærstur hluti aðspurðra, séu á móti því að Banka­stræti, Lauga­vegur alla leið frá Hlemmi að Þing­holts­stræti og neðri hluti Skóla­vörðu­stígs verði gerður að göngu­götu allt árið.

Þetta kemur fram í frétt á vef Maskínu sem Kjarninn greindi fyrst frá.

41 prósent fylgjandi

Til samanburðar sögðust 41,1 pró­sent aðspurðra vera fylgj­andi því að þetta svæði yrði gert að var­an­legri göngu­götu en þetta hefur nú verið leiðrétt í net­út­gáfu fréttar Morg­un­blaðs­ins.

Aðspurðir hvort íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins teldu sig lík­legri eða ólík­legri til þess að heim­sækja mið­borg Reykja­víkur ef þessar breyt­ingar yrðu gerð­ar, sagði stærstur hluti svarenda, eða 37,4 pró­sent, að það myndi engu breyta fyrir sig.

35,6 pró­sent sögðu að ólík­legra væri að þeir myndu heim­sækja mið­borg­ina eftir breyt­ing­ar og 27 pró­sent svöruðu að það væri lík­legra að þeir myndu sækja mið­borg­ina heim ef þar væru göngu­götur allt árið.

Borgarbúar jákvæðir

Lokanir fyrir bílaumferð í miðborginni hafa verið grundvöllur deilna milli verslunareiganda og borgaryfirvalda um langa hríð.

Var það til að mynda umdeilt meðal kaupmanna þegar hlutar Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs voru gerðir að varanlegum göngugötum í fyrra.

Samkvæmt könnun sem Maskína vann fyrir Reykjavíkurborg í fyrra voru 64,5% aðspurðra jákvæðir gagnvart varanlegum göngugötum.

Þess ber að geta í þeirri könnun voru einungis borgarbúar spurðir álits en ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins líkt og í könnuninni sem Morgunblaðið gerði að umfjöllunarefni sínu.