Mjög öflugur jarðskjálfti á höfuðborgarsvæðinu - „Sitjið þið róleg, sitjið þið róleg“

Býsna öflugur jarðskjálfti reið yfir á suðvesturhluta landsins klukkan 13:43. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundu vel fyrir skjálftanum og hristist allt og skalf í hverfum borgarinnar.

Samkvæmt fyrstu niðurstöðum var skjálftinn 5,5 að stærð og voru upptök hans 6 kílómetra vestan við Kleifarvatn.
Mjög mikið álag er á vef Veðurstofunnar þar sem nálgast má upplýsingar um stærð jarðskjálfta.

Hér að neðan má sjá upptöku frá Alþingi þegar skjálftinn reið yfir. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hvetur þingmenn til að sitja áfram róleg eins og heyrist.