Hringbraut skrifar

Minnkandi fylgi eftir klaustursmálið

4. desember 2018
10:01
Fréttir & pistlar
Fylgi Miðflokksins féll um fimm prósentustig eftir að upptökur af samtali fjögurra þingmanna hans á barnum Klaustri voru gerðar opinberar, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. 
 

Könnunin var gerð 3. nóvember til 2. desember. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi, 24 prósent og Samfylkingin næst mest, 19 prósent. Fylgi Miðflokksins yfir tímabilið er 12 prósent. Í síðustu viku var það 13 prósent en nú, eftir að upptökurnar af Klaustri voru birtar, er það átta prósent. Fjórir þingmenn flokksins tóku þátt í samræðum þar sem ýmis ógeðfelld orð voru látin falla um fólk. Vinstri græn mælast með 11 prósent og Píratar rúm 10. Viðreisn er með tæp tíu prósent og Framsóknarflokkurinn sjö.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/minnkandi-fylgi-eftir-klaustursmalid