Miklabrautin nálgast stokkinn

Borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur samþykkti sam­hljóða á fundi sín­um í gær að vísa til­lögu borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins um að hefja und­ir­bún­ing að gerð neðanjarðarstokks á Miklu­braut til borg­ar­ráðs.

Borg­ar­stjóra er þar með falið að leita þegar í stað eft­ir sam­starfi við ríkið og verði meðal ann­ars skoðað hvort hag­kvæmt sé að vinna verkið í einkafram­kvæmd. Málið er því komið á góðan rekspöl, en á mbl.is í morgun fagnar borgarstjóri samstöðu um málið í borgarstjórn:

\"Mér finnst þessi til­lögu­flutn­ing­ur til marks um það að þeir vilji vera með í þessu máli. Það er já­kvætt að eind­rægni og samstaða sé um það. Stokk­ur­inn er í aðal­skipu­lag­inu og það hef­ur verið unnið að út­færslu hans, meðal ann­ars í sam­ráði við íbúa í Hlíðum, í tengsl­um við gerð hverfa­skipu­lags. Að það sé samstaða í borg­inni ætti að styrkja málið og auðvelda næstu skref,“ seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri við vefinn.

Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem flutti til­lög­una, seg­ir í sama miðli að sjálf­stæðis­menn fagni því að borg­ar­stjóri hafi tekið vel í til­lög­una og samþykkt að vísa henni til borg­ar­ráðs, í trausti þess að meiri­hlut­an­um sé al­vara að vinna í mál­inu: \"Svo virðist sem borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans ætli nú að kúvenda í af­stöðu sinni til slíkra sam­göngu­bóta á Miklu­braut og er það ánægju­legt í sjálfu sér. Von­andi er að hug­ur fylgi máli en að ekki sé um að ræða ein­hvers kon­ar bragð í aðdrag­anda kosn­inga,“ seg­ir Kjart­an.