Mikil­vægt að hlutirnir fari ekki eins og í hruninu

17. maí 2020
12:56
Fréttir & pistlar

Bene­dikt Jóhanns­son, stærð­fræðingur og fyrr­verandi fjár­mála­ráð­herra, segir mikil­vægt að allt sé uppi á borðunum svo ekki fari eins og í hruninu nú þegar ljóst er að von sé á endur­skipu­lagningu hjá ís­lenskum fyrir­tækjum en Bene­dikt og Drífa Snæ­dal, for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands ræddu um á­standið í efna­hags- og at­vinnu­lífinu í Silfrinu í dag.

„Etir hrunið að þá vantaði mikið gegn­sæi á mörgum sviðum og var ýmis­legt vafa­samt gert þá. Ég held að auð­vitað eiga menn að horfa á þetta og það er kreppa og þetta kemur illa við marga en við verðum að hugsa okkur heimurinn er breyti­legur,“ sagði Bene­dikt í Silfrinu og bætti við að ekki væri hægt að miða að því að allt verði eins og það var áður en CO­VID-19 far­aldurinn hófst hér á landi. Mörg lítil fyrir­tæki hafi verið of veik og því blasi endur­skipu­lagning við.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Mynd/ASÍ

Drífa tók undir með Bene­dikt að allt þyrfti að vera upp á borðinu og segir að svo fyrir­tæki geti hlotið að­stoð frá stjórn­völdum skipti öllu máli hvernig staðið er að hlutunum. Fjöl­mörg fyrir­tæki hafi nýtt sér hluta­bóta­leið ríkis­stjórnarinnar og sagt upp starfs­mönnum en ekki allir hafi þurft á að­stoðinni að halda. „Auð­vitað eru fyrir­tækin ein­hvern veginn ekki alveg viss hvað fram­tíðin ber í skauti sér og hve­nær fram­tíðin kemur,“ sagði Drífa

„Það er náttúr­lega al­gjört skil­yrði hjá okkur til að styðja slíka [hluta­bóta­leiðina], það er að starfs­fólk verði ráðið inn sam­kvæmt starfs­aldri, á sömu kjörum, aftur um leið og fyrir­tækið hefur rétt úr kútnum,“ sagði hún enn fremur en bætti við að það sé ekki alveg skýrt í lögunum. „Þetta þarf að vera mjög skýrt og það er al­gjör for­senda fyrir því að við styðjum þetta.“

Þá sagði hún að stuðningur ríkis­stjórnarinnar sé ekki hugsað sem styrkur heldur frekar lán þar sem að fyrir­tækin þurfi að endur­greiða upp­hæðina til ríkisins þegar þau hafa náð sér. „Við setjum ansi mörg skil­yrði, eðli­leg skil­yrði, fyrir því að fyrir­tækin geti nýtt sér þetta því þetta á ekki að vera bara leið fyrir fyrir­tæki til að losa sig við starfs­fólk.“