Miðflokkurinn að þurrkast út

Sjálf­stæðis­flokkurinn er á­fram stærsti flokkur landsins, sam­kvæmt nýrri skoðana­könnun MMR sem birt var í morgun. Fylgi flokksins mælist nú 21,1% sem er rúmum þremur prósentu­stigum lægra en við síðustu Al­þingis­kosningar.

Mesta athygli vekur hins vegar fylgishrun Miðflokksins, mátti flokkurinn ekki við miklu. Fylgi Mið­flokksins mældist nú 3,2%, rúm­lega tveimur prósentu­stigum minna en í síðustu kosningum. Þýðir þetta að flokkurinn næði ekki inn manni á þing og myndi þurrkast út.

Hins vegar er Sósíal­ista­flokkurinn á uppleið. Flokkurinn kom ekki manni að í síðustu kosningum en kæmi manni að ef kosið yrði í dag, miðað við niður­stöður könnunar MMR. Fylgi flokksins er nú 5,5% en var 4,1% í kosningunum í septem­ber.

Könnunin var fram­kvæmd dagana 12. til 18. októ­ber og var heildar­fjöldi svar­enda 967 ein­staklingar, 18 ára og eldri.