Með bolluvendi flengja skal, bolla, bolla, bolla

Sú hefð að börn vöktu hina fullorðnu með flengingum með bolluvendi á þessum vinsæla degi, bolldudegi er líklegast horfin. Með fleningunni fylgdu hrópin „bolla, bolla, bolla“.

Í upphafi taldist flenging reyndar ekki gild nema flengjarinn væri alveg klæddur og fórnarlambið óklætt, og því ekki óalgengt að börn vöknuðu snemma til að geta „bollað“ foreldra sína í rúminu. Hefðin var sú að fyrir hverja bollu sem var hrópuð fékkst einmitt bolla og því tryggðu börnin sér þrjár bollur ef allt gekk eftir áætlun. Sá sem flengdur var átti þannig að komast undan þjáningunni með því að gefa barninu bollur.

Þegar við förum yfir söguna þá sést heitið fyrir bolludag fyrst á prenti árið 1910 en annars var dagurinn oft kallaður flengingardagur samkvæmt heimildum á Wikipedia. Þar segir jafnframt að flengingar og bolluát á bolludaginn berist líklega til Íslands, fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, væntanlega að frumkvæði þarlendra bakara sem settust að hér á landi. Sá siður að vekja menn með flengingum á bolludaginn er talinn hafa borist til Danmerkur frá mótmælendasvæðunum í norðanverðu Þýskalandi og síðan til Íslands með dönskum kaupmönnum sem hingað þyrptust á 19. öld.

M&H Bolluvöndur.jpg

Hér er hin klassíski bolluvöndur eins hann hefur litið út í áranna rás.

Síðan hefur bolludagurinn þróast í áranna rás og fiskibollur fóru að vera vinsælar á bolludaginn og nýjasta gerð bolla seinni árin ýmsar hakkbollur með mismundandi útfærslum þar sem hver gerir sínar uppáhalds með sínu nefi. Það má með sanni segja að dagar eins og þessi brjóti upp hversdagsleikann og auki sköpunarmáttinn þar sem ýmis konar bollur hafi litið dagsins ljós og úrvalið hefur aldrei verið meira.

Hvað varðar bolluvöndinn sjálfan má segja að hann hafi nánast misst flugið líkt og öskupokinn góði sem fylgdi öskudag í fjölda ára. Sem betur fer eru bolluvendir enn föndraðir á leikskólum og notaðir í það pappadiskar, klipptir niður og fest á prik – krepepappír var notaður áður fyrr eingöngu. Einnig er hægt að kaupa bolluvöndinn þar sem hann er gerður úr krepepappír, í nokkrum litum sem settur er á tréspýtu í verslunum Hagkaups.