Matarástríðan tengdi fjölskyldurnar saman

Í þættinum Matur og heimili í kvöld fáum við að kynnast íranskri matarhefð og menningu eins og hún gerist best. Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi og formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs kynntist nýrri matarmenningu eftir að ung írönsk hjón leigðu íbúðina á jarðhæðinni hjá henni. Karen segir að matarástríðan hafi tengt þau saman í orðsins fyllstu merkingu.

Sjöfn Þórðar heimsækir Karenu heim í eldhúsið þar sem Karen og leigjendur hennar, Mohammad Amiri og Parizad Sedigh, bjóða til framandi matarveislu þar sem írönsk matarmenning er í hávegum höfð.

FBL Parizad Sedigh Karen íranskur matur 01.jpg

Parizad framreiðir réttina á fallegan á listrænan hátt og hugsað eru fyrir hverju smáatriði. Íranskur matargerð er litrík og bragðmikil./FRÉTTABLAÐIÐ SIGTRYGGUR ARI.

Aðspurð segir Karen að hún hafi fyrst hitt ungu hjónin þegar hún auglýsti íbúð hjá sér til leigu. „Þau voru búin að vera hér á landi í innan við ár og voru að koma sér upp heimili. Ég gjörsamlega féll fyrir þeim, sjaldan hef ég séð aðra eins von og væntingar í andlitum fólks.“ Mohammad og Parizad komu hingað til lands sem flóttamenn árið 2019 og vissu þá ekkert um Ísland. Þau komu hingað til að hefja nýtt líf. Eftir að ungu hjónin fluttu inn á jarðhæðina hjá Karenu fór lokkandi matarilmurinn að berast upp.

FBL Karen íranskur matur 06.jpg

„Þau voru mikið heima við fyrst og fann ég á dásemdar matarilmnum sem barst upp til mín að þarna voru miklir kokkar á ferð. Það klikkaði ekki að nánast 4 sinnum í viku var bankað upp hjá mér og dætrum mínum með bakka sem var ávallt fagurlega skreyttur með útskornu grænmeti og kræsingum og mér boðið að smakka. Ég átti svo að koma til baka með svör við því hvernig mér fannst bragðast.“

Karen segir þetta hafi gengið lengi vel og smá saman hafi matarboðin orðið fleiri og þá hjá hvort öðru. „Þau urðu einhvern veginn hluti af okkar fjölskyldu og við þeirra. Ég gat verið þeim innan handar að læra á íslenskt samfélag og kerfi.“

FBLKaren íranskur matur 03.jpg

Litirnir, brögðin, kryddin, áferðin, ekki skrýtið þó matarástin blómstri í eldhúsinu hjá Karenu Elísabetu.

Í þættinum framreiða þau veglega og framandi íranska rétti og svipta hulunni af uppskriftunum.

„Íran er frægust fyrir kebab og það eru mörg afbrigði, frá chelow til kubideh,“segir Mohammad og bætir við að þau ætli að sýna okkur hvernig kebab kubideh er búið til og eldað ásamt fleiri írönskum réttum.

Meira um þetta einstaka samband á milli Karenar og leigjenda hennar sem byrjaði allt gegnum matarástina.

Þátturinn Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar er sýndur klukkan 19.00 og fyrsta endur­­­sýning er klukkan 21.00 í kvöld. Uppskriftir úr þættinum munum birtast í helgarblaðinu