Matarástríðan blómstrar á Brasserie Kársnes

Matar- og menningarflóran blómstrar í hverfum höfuðborgarsvæðisins sem aldrei fyrr. Þó nokkrir veitingastaðir hafa opnað í úthverfum höfuðborgarinnar við mikinn fögnuð úthverfisíbúana enda kærkomið að geta farið út að borða í sínu hverfi. Nýr röff og kósý hverfisstaður opnaði í Kárnesinu í Kópavogi á síðasta ári sem hefur vakið athygli metnaðarfulla matargerð og notið mikla vinsælda. Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar, Ólaf Helga Kristjánsson matreiðslumeistara, eiganda staðarins en Ólafur og konan hans Sólveig Júlíana Guðmundsdóttir eiga veitingastaðinn. Ólafur er vel þekktur í veitingageiranum, hefur stundum verið kallaður helvítis kokkurinn, hann er metnaðarfullur matreiðslumeistari og hefur mikla ástríðu fyrir matargerð af ólíkum uppruna. Ólafur hefur töluverða innsýn inn í mismunandi matargerð þar sem hann hefur starfað sem kokkur í Kaupmannahöfn, Skotlandi og á Íslandi. Síðast á Grillinu við Hótel Sögu.

M&H Brasseri Kársnes 3.jpeg

„Mig hefur lengi langað að opna minn eigin veitingastað og fékk frábært tækifæri til þess hérna á Kársnesinu og ákvað að stökkva á það - ég ætlaði bara að hafa þetta lítið en svo hefur þetta atvikast þannig að við erum að opna geggjaðan stað sem tekur allt að sjötíu manns í sæti. Við erum að gera þetta saman fjölskyldan og höfum þurft að vera samstillt en ég myndi segja að við höfum tilbúin í veitingahúsa ævintýri einmitt á þessum tímapunkti,“ segir Ólafur sem bættir við að hann elski vinnuna sína og njóti þess að setja saman matseðla og gleðja viðskiptavini sína með nýjum brögðum og matarupplifunum.

M&H Brasserie Kársnes 8.jpeg

„Þetta er heldur betur búið að vera mikill áskorun, að opna þennan stað og gera rýmið klárt fyrir reksturinn en við eigum góða að sem hafa hjálpað og lagt mikið af mörkum. Það er gott að eiga góða að og fjölskyldan er búin að vera ómetanlega í þessari rússíbanareið og hjálpað okkur að láta veitingastaðinn verða að veruleika.“

M&H Brasseri Kársnes 4.jpeg

Ólafur segir frá tilurð þess að þau hjónin opnuðu staðinn og áherslum þeirra í matargerðinni og þjónustu við matargesti sína sem þau leggja mikið upp úr. Íslenskt hráefni er í forgrunni frá öllum landshlutum og sérstaka áherslu leggur Ólafur á hráefni frá birgjum í hverfinu. Ólafur var alinn upp í Mývatnssveit þar sem hægt að er að vinna með mjög fjölbreytt hráefni úr náttúrunni og býr af þeirri þekkingu og reynslu sem hefur gefið honum mikið.

M&H Brasseri Kársnes 7.jpeg

Skemmtilegt innlit Sjafnar á Brasserie Kárnes í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér: