Hringbraut skrifar

Mannamál í kvöld: íslendingurinn sem varð grænlenskur hreindýrabóndi

20. febrúar 2020
09:39
Fréttir & pistlar

Það er mikill ævintýraljómi yfir hreindýrabóndanum Stefáni Hrafni Magnússyni sem er gestur Sigmundar Ernis í viðtalsþættinum Mannamáli í kvöld, enda ber viðtalið þess merki að víðförull eldhugi situr þar fyrir svörum.

Í meira en þrjá áratugi hefur hann búið í syðstu byggðum Grænlands með stórri hreindýrahjörð sinni og fylgst með jöklinum hopa í fjarska, en bráðnun hans er Stefáni ofarlega í huga, hamfarirnar í grennd hans eru engu lagi líkar að hans sögn.

Hann segir sögu sína af hispursleysi, svo sem af konunum í lífi hans, sú fyrri gafst upp á einangruninni, sú seinni reyndist full til ung fyrir hann, en hann kvartar ekki yfir hlutskipti sínu, börnin hans tvö eru jafnan nærri.

Það er einkar athyglisvert að heyra og sjá hann lýsa lífsferli sínum í þætti kvöldsins sem hefst klukkan 20:00 í kvöld.