„Málið snýst ekkert um for­stofu­gólfið hans Kol­beins“

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylkingarinnar, segir að þing­menn verði að þola það að vera kallaðir illum nöfnum. En að sama skapi sé mikil­vægt að fólk virði mörkin þegar það tjáir sig um fram­göngu þing­manna.

Guð­mundur Andri skrifar stuttan pistil um mál Kol­beins Óttars­sonar Proppé, þing­manns Vinstri grænna, en eins og Hring­braut greindi frá í gær mætti honum heldur ó­skemmti­leg sjón þegar hann kom heim til sín í gær­morgun. Búið var að setja poka með hvítu dufti inn um bréfa­lúguna, en gera má ráð fyrir að það hafi verið vísun í frum­varp Pírata um af­glæpa­væðingu neyslu­skammta fíkni­efna sem meiri­hlutinn á þingi felldi í fyrri­nótt. Kol­beinn var einn þeirra þing­manna sem greiddi at­kvæði gegn frum­varpinu.

„Við sem sinnum þing­mennsku erum yfir­leitt frekar auð­nálgan­leg. Við erum flest í síma­skránni, mörg hér á Face­book og Twitter og hinu öllu. Oft tekur fólk mann tali á förnum vegi um þjóð­málin og það er svo sannar­lega eitt það á­nægju­legasta við þetta starf. Frammi­staða okkar er vegin og metin og stundum dæmt hart vegna þess að við fáumst við mál sem geta varðað líf og heill margra. Þetta að­hald, þessi lifandi á­hugi al­mennings er eitt það dýr­mætasta sem fylgir starfinu, og auð­vitað verður maður bara að una því þegar fólk kallar mann illum nöfnum eða á­telur mann,“ segir Guð­mundur Andri.

Hann bætir við að fólk verði að virða mörk og þau séu nokkuð skýr; heimili manns sé griða­staður.

„Pokarnir með hvíta duftinu sem Kol­beinn Óttars­son Proppé fann í for­stofunni sinni eru sending af því tagi sem enginn vill sjá heima hjá sér; þetta er ó­þægi­legt, nafn­laust, í­skyggi­legt – og ég skil Kol­bein vel að hrista af sér ó­notin með því að segja frá þessu. Og maður á ekki að bera blak af svona­löguðu.“

Guð­mundur Andri heldur á­fram og segir:

„En málið sem fellt var á dögunum af stjórnar­meiri­hlutanum snýst hins vegar ekkert um for­stofu­gólfið hans Kol­beins. Mér finnst það snúast um þá vaxandi til­hneigingu sem við sjáum í hverju málinu á fætur öðru, að á­kvarðanir þingsins skuli fara fram á for­sendum ráð­herra og ráðu­neyta, og þingið nánast sett í stöðu ó­lög­ráða ein­stak­lings sem langar að gera eitt­hvað en for­sjár­aðilinn segir: við skulum tala um þetta á næsta ári. Málið var til­búið. Það naut meiri­hluta­stuðnings. Það var bara ekki lagt fram af réttum aðila.“