Mæðgurnar leggja áherslu á stílhreina og tímalausa hönnun fyrir heimilin

Íþættinum Matur og Heimili heimsækir Sjöfn Þórðar höfuðstöðvar Feel Iceland og hittir þar fulltrúa Feel Iceland, Ástu Pétursdóttur, og Guðfinnu Magnúsdóttur eina af mæðgunum sem standa að hönnunarfyrirtækinu VIGT. En á HönnunarMars sameinuðu fyrirtækin tvö krafta sína og sýndu vörur sínar.

Frá upphafi hefur VIGT stuðst við staðbundna framleiðslu og er samstarf móður og þriggja dætra. Guðfinnu, Örnu og Hrefnu Magnúsar dætra og Huldu Halldórsdóttur. „Við höfum framleitt vörur helgaðar heimilinu síðan 2013 og erum með okkar höfuðstöðvar í Grindavík. Framleiðsla í nærumhverfi hjá fjölskyldureknum fyrirtækjum hefur verið áhersluatriði hjá okkur,“ segir Guðfinna.

M&H Vigt & Feel Iceland.jpg

„Feel Iceland er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem að framleiðir og selur kollagen fæðubótarefni unnið úr þorskroði sem hefur notið verðskuldaðrar athygli og vinsældir Feel Iceland ná langt út fyrir landsteinana ef svo má að orðið komast,“ segir Ásta og ánægð með þær viðtökur sem kollagen hefur fengið hérlendis sem erlendis.

M&H Vigt lerki.jpg

Staðbundinn efniviður var tilraunaverkefni VIGT á HönnunarMars í ár. „Í tilefni hönnunarhátíðarinnar VIGT gaf eldri hönnun nýtt gildi með staðbundnum efnisvið ásamt því að sýndum vörur með sömu gildum. Við hönnuðum og unnum til að mynda snaga úr lerki og kirkjubekk úr blágrýti fyrir HönnunarMarsinn í ár. Snagarnir úr íslensku lerki eru stílhrein og tímalaus hönnun þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi. Einnig er íslenska blágrýtið í forgrunni í hönnuninni í ár,“ segir Guðfinna.

Screen Shot 2022-05-24 at 08.20.21.png

Sjöfn heimsækir einnig höfuðstöðvar VIGT í Grindavík sem staðsettar eru í sögufrægu húsi í Grindavík og fær mæðgurnar til svipta hulunni af tilurð fyrirtækisins og valinu á nafninu, VIGT.

Áhugaverð og skemmtileg innlit Sjafnar í höfuðstöðvar Feel Iceland og VIGT í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér: