Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með ótrúlegt Black Friday-tilboð á hraðasektum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni og boðar magnað tilboð í tilefni af Svörtum föstudegi, eða Black Friday eins og dagurinn er gjarnan kallaður.

„Í dag er Black Friday tilboð - og raunar alltaf er 25% afsláttur af sektum ef borgað er innan 30 daga. Ekkert slor það! Samt ódýrast að aka bara á réttum hraða,“ segir í færslu lögreglunnar.

Óhætt er að segja að færsla lögreglu hafi vakið kátínu margra og höfðu þátt í þúsund manns sett „læk“ við færsluna innan við hálftíma áður en hún birtist.