Logi Geirs gefur gott ráð: Þetta þurfa allir að prófa að eiga á lífsleiðinni

18. janúar 2021
15:58
Fréttir & pistlar

Einn hressasti maður landsins er handboltakappinn og viðskiptajöfurinn Logi Geirsson. Nú stendur HM í handbolta í Egyptalandi yfir og þar hefur Logi farið á kostum sem leikgreinir eins og búast mátti við.

Logi greinir frá því á Twitter að á árum áður hafi hann átt sína eigin limmósínu og þegar að stórmót hafi verið í gangi þá hafi hann iðulega látið bílstjóra skutla sér á RÚV. „Sakna þess mikið núna að hafa selt limmóinn," segir Logi í færslunni sem eðli málsins samkvæmt hefur vakið mikla athygli í dag. Segist Logi aldrei hafa gleymt því hvernig fólk hafi horft á hann þegar hann steig út úr glæsikerrunni og að það hafi honum alltaf þótt jafn fyndið.

„Allir þurfa að prófa að eiga limmu," segir Logi síðan að lokum og ljóst er að margir setja það á „bucket-listann".