Lína sýnir rándýru Fendi-strigaskóna: Deilir ráðleggingum um kaup á merkjavöru

Fáir hafa meiri þekkingu á kaupum á merkjavörum og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir. Lína deildi á dögunum skemmtilegu myndbandi þar sem hún leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með þegar hún opnaði eftirlætis jólagjöfina sína í ár, kassa sem innihélt fallega Fendi-strigaskó. „Ég bilast,“ sagði áhrifavaldurinn þegar hún barði dýrðina augum.

LínaBirgitta.PNG

Lína Birgitta var ansi sátt

Lína segist hafa dreymt um skóna að minnsta kosti í sex mánuði og hafi því verið himinlifandi þegar að þeir leyndust undir jólatréinu. „Ég verð að fá þá, ég verð að fá þá,“ segist Lína hafa hugsað þegar hún sá hátískuskóna og að þeir hafi verið kærkomin viðbót í safn hennar.

Strigaskórnir kosta skildinginn en verðið er 650 pund eða um 110 þúsund krónur. Skórnir eru mjallhvítir leðurskór og hönnunin er einstaklega falleg. Aftan á þeim er sérstakt pláss þar sem gert er ráð fyrir því að fólk geti merkt sér skónna.

Fendi.PNG

„Næst þegar ég fer erlendis ætla ég að láta merkja mína og láta setja LB, sem stendur fyrir Lína Birgitta,“ segir samfélagsmiðlastjarnan.

Eins og áður segir hefur Lína Birgitta yfirgripsmikla þekkingu á kaupum á merkjavörum og deilir hún henni með fylgjendum sínum. Hún mælir til dæmis með því að fólk kaupi skó sem eru hálfu númeri minni en þeir skór sem það gengur í dags daglega. Ef að skórnir eru of litlir þá er hægt að taka innleggið úr skónum eða jafnvel kaupa minna innlegg.

Þá mælti Lína Birgitta með því að panta merkjavöru af vefverslun Selfridges þar sem að þeir láta viðskiptavini sína greiða fyrir tollinn þegar gengið er frá kaupum á vörunum og þar með eru engin falin eða óvænt gjöld sem falla á neytendur þegar pakkinn kemur til landsins.

Hér er hægt að horfa á myndbandið: