Lífsstíll sem eykur vellíðan, orku og úthald

Ingi Torfi Sverrisson og unnusta hans Linda Rakel Jónsdóttir tóku u-beygju í lífinu þegar þau sögðu upp öruggum störfum og stofnuðu eigið fyrirtæki, ITS og fylgdu ástríðu sinni eftir. ITS sérhæfir sig í því að þjálfa og leiðbeina fólki að ná tökum á mataræði sínu með macrosmataræði.Margir hafa heyrt orðið macrosmataræði en vita ekki fyrir hvað það stendur né hugmyndafræðinni. Í þættinum Matur og Heimili í kvöld hittir Sjöfn Þórðar Inga Torfa og Lindu Rakel og fær innsýn í macrosmataræði og hvaða þjónustu og ráðgjöf þau eru að bjóða upp á.

„Macrosmataræðið er aðferð sem byggir á því að vigta og skrá allt ofan í sig,“segir Ingi Torfi og bætir við að þetta gangi út á að þau vinni með næringarefnin kolvetni, prótein og fitu.

„Ég var örugglega búin að prófa alla kúrana sem í boðið hafa verið,“ segir Linda Rakel. „Melónukúr, safakúr, Paleo, fasta, 5:2, ég prófaði þetta allt. Þegar ég byrjaði að telja macros þá kemur svo mikil þekking, sem er það sem gerir þetta af lífsstíl.“

FBL Ingi Torfi. Linda Rakel og Sjöfn Þ.jpeg

Ingi Torfi og Linda Rakel hafa sjálf fundið á eigin skini hve miklum árangri þetta hefur skilað þeim. „Þegar við tölum um árangur þá tölum við líka um líðan, svefn og orkustig. Ef þú ert vel nærður þá verður skapið betra og blóðsykurinn jafnari,“segir Ingi Torfi.

FBL Ingi Torfi og Linda Rakel 2.jpeg

Spicy Macros samlokan hefur notið mikilla vinsælda á Lemon.

Í samstarfi við Lemon hafa Ingi Torfi og Linda Rakel þróað samloku sem hentar fullkomlega fyrir þá sem eru á macrosmataræði og heitir einfaldlega Spicy Macros. Sjöfn fær þau til að svipta hulunni af innihaldinu og smakka.

Áhugavert og fróðlegt spjall Sjafnar við Inga Torfa og Lindu Rakel um macrosmataræðið í þættinum Matur og Heimili í kvöld á Hringbraut. Þátturinn er frumsýndur klukkan 19.00 og fyrsta endursýning er klukkan 21.00.