Lífið er lag Siglufjörður

Lífið er lag er á dagksrá Hringbrautar í kvöld en þessi vinsælu þættir eru einkum ætlaðir eldri borgurum og fjalla um stöðu þeirra og hagsmuni. Í þætti kvöldsins heimsækir þáttastjórnandinn Sigurður K. Kolbeinsson Siglufjörð en hann var þar staddur ásamt Friðþjófi Helgasyni kvikmyndatökumanni fyrir skömmu. Í upphafi er rætt við Kristbjörgu Eddu Jóhannsdóttur hótelstjóra Sigló Hótel en það er með glæsilegri hótelum þessa lands og opið allt árið um kring. Því næst er staðan tekin á skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal og rætt þar við Egil Rögnvaldsson yfirmann skíðasvæðisins um nýlegar hamfarir í Skarðinu sökum snjóflóðs sem fjall þann 20. janúar s.l. Því næst er komið við á veitingahúsinu Torginu og rætt við Friðfinn Hauksson um lífið þar á bæ og auk þess við þekktan Íslending sem þar var óvænt staddur sem gestkomandi.

Undir lokin fræðir Örlygur Kristfinnsson áhorfendur Hrinbrautar um Síldarævintýrið sjált en það stóð yfir mun lengur en margir vita. Þetta er 4. þáttur á þessu vormisseri en þæattirnir verða á dagskrá Hringbrautar alla þriðjudag kl. 20.30 fram í byrjun maí n.k.