Leik­konan Bryn­dís Péturs­dóttir er látin

Bryn­dís Péturs­dóttir leik­kona lést í gær, mánu­daginn 21. septem­ber, tæp­lega 92 ára að aldri. Greint er frá and­láti Bryn­dísar í Morgun­blaðinu í dag.

Eftir nám í Verzlunar­skóla Ís­lands út­skrifaðist Bryn­dís úr Leik­listar­skóla Lárusar Páls­sonar. Bryn­dís steig fyrst leikara á svið Þjóð­leik­hússins árið 1946 sem Guð­rún í Ný­árs­nóttinni.

Allan sinn starfs­feril, eða til ársins 1998, starfaði hún við Þjóð­leik­húsið en auk þess lék hún í nokkrum leik­ritum fyrir Leik­fé­lag Reykja­víkur og Leik­fé­lag Akur­eyrar.

Bryn­dís lék mörg eftir­minni­leg hlut­verk á ferli sínum, til dæmis Sig­ríði í Pilti og stúlku, Rósa­lind í Sem yður þóknast, Helgu í Gullna hliðinu og Essí í Er á meðan er. Þá lék hún í kvik­myndum og sjón­varps­þáttum.

Eigin­maður Bryn­dísar var Örn Ei­ríks­son loft­siglinga­fræðingur sem lést árið 1996. Þau eignuðust þrjá syni: Ei­rík Örn, Pétur og Sigurð.